Greinar

Fréttir

Filters

Sjóðheit stafræn vinnustofa á Suðurlandi

Hæfnisetrið lagði enn á ný land undir fót síðastliðinn föstudag og mætti á aðalfund Markaðsstofu Suðurlands á Hótel Geysi í hitabylgjunni. Þar héldum við ásamt Brynjólfi Borgari frá DataLab vinnustofu fyrir fundargesti tengda þróun í stafrænni tækni og áhrifum hennar á ferðaþjónustuna. Ólína okkar kynnti m.a. Ferðapúlsinn-stöðutöku á stafrænni færni fyrir ferðaþjónustuna og fræðslutorgið sem tengist honum og býður uppá ýmsar lausnir og stuðningsefni fyrir stafræna þróun. Brynjólfur Borgar sagði frá nýjustu þróun í gervigreindarlausnum eins og spunagreindinni sem er sannkallaður „sérfræðingur í vasanum“ og veitti ráðleggingar um innleiðingu tækninnar sem vert er fyrir ferðaþjónustuna að huga að. Fundurinn var sá seinasti í fundaröð um landið sem Hæfnisetrið hélt í samvinnu við Markaðsstofur landshlutanna og Samtök ferðaþjónustunnar. Það var afar ánægjulegt og hvetjandi að fá tækifæri til að eiga samtal við starfsfólk ferðaþjónustunnar vítt og breytt um landið og við hlökkum til næstu hringferðar!

Ólína Laxdal

sérfræðingur

Ársskýrsla Hæfnisetursins 2024

Ársskýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar fyrir starfsárið 2024 er komin út. Um er að ræða áttunda starfsár Hæfnisetursins sem má með sanni segja að hafi verið viðburðaríkt. Nýr samningur var gerður við atvinnuvegaráðuneytið sem tryggir áframhaldandi uppbyggingu Hæfnisetursins. Öflugar nýjar lausnir voru kynntar á árinu eins og tilraunaverkefnið Fræðsla til framtíðar, notendavænt sniðmát að starfsmannahandbók og fjölbreytt stuðningsefni fyrir íslenska tungu. Einnig var ánægjulegt að sjá námslínu í ferðaþjónustu verða að veruleika og raunfærnimat í tengslum við hana. Sýnileiki Hæfnisetursins jókst með þátttöku og samstarfi á fjölmörgum viðburðum sem og með stefnumiðaðri markaðssetningu. Fram undan eru áframhaldandi fjölbreytt verkefni sem lúta að hæfni og gæðum í takt við áherslur greinarinnar. Skýrsluna í heild sinni má lesa hér: https://ui.haefni.is/arsskyrsla/inngangur-samfelagslegt-umhverfi