miðvikudagur, júní 25, 2025
Stafræn þróun í Ferðaþjónustu, leiðarljós að vexti og nýsköpun
Ítarlegur leiðarvísir fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu á Íslandi sem vilja dýpka skilning sinn á stafrænni umbreytingu og innleiða hana á áhrifaríkan hátt. Stafræn umbreyting er meira en bara tækni; hún er grundvallarbreyting á hugsunarhætti, ferlum og samskiptum. Hún er lykillinn að því að skapa samkeppnisforskot, auka skilvirkni og bæta upplifun viðskiptavina í síbreytilegu umhverfi ferðaþjónustunnar. Þessi leiðarvísir er hannaður til að veita stjórnendum og starfsfólki í ferðaþjónustu á Íslandi dýpri skilning á þeim tækifærum og áskorunum sem fylgja stafrænni umbreytingu, og bjóða upp á hagnýt ráð til að ná árangri.
Samræmið stafræna þróun við núverandi markmið og stefnur fyrirtækisins
Áður en ákvörðun um innleiðingu stafrænnar þróunar er tekin er gott að horfa til núverandi stöðu og hvort sett markmið og stefna henti umbreytingunni. Samræmist hún núverandi áherslum eða þarf jafnvel að endurmeta markmið og stefnur? Mælt er með því að ávinningur, hvort sem hann sé fjárhagslegur eða samfélagslegur, sé hvatinn að ákvörðun um stafræna þróun. Einnig getur verið gott að kynna sér stefnur um straum annara innan greinarinnar. Sem dæmi hefur fjöldi hótela innleitt spjallmenni til að takast á við bókunarfyrirspurnir á samfélagsmiðlum. Gæti það hentað þinni stefnu?
Hafið gögn miðlæg til að taka betri ákvarðanir
Gæði gagna hafa mikil áhrif á árangur í stafrænni þróun. Mikilvægt er að setja sér markmið um að hafa öll gögn á einum stað, til dæmis í CRM-kerfi. Rauntímagögn styðja við upplýsta ákvarðanatöku og geta aukið skilvirkni og gæði. Dæmi um miðlæg gögn hjá ferðaskrifstofu væri að samþætta bókunarkerfi og CRM við markaðssetningahugbúnað til að ná fram sameiginlegri sýn á viðskiptavininn.

Skráðu þig á Menntamorgun
fgsfgshfgsgfhsgfhsghf

Ekki missa af Á fimmtiudaklfdjgkladfglk´klfd
Lesa meira