Greinar

Námsefni

Filters

Vinnugleði-námskeið

"Hvernig á að elska mánudaga" Sálfræðingar Vinnuverndar kynna þriggja vikna námskeið sem ætlað er starfsmönnum vinnustaða.  Námskeiðið miðar að því að veita starfsfólki ýmis verkfæri til að takast á við daglegar áskoranir, í vinnu og einkalífi, að auka starfsánægju og bæta líðan.  Námskeiðið samanstendur af 3 kennsludögum, einu sinni í viku í tvo tíma í senn.  Fyrirkomulagið er sniðið að þörfum hvers vinnustaðar þar sem valin eru þrjú viðfangsefni sem tekin verða fyrir á námskeiðinu (eitt viðfangsefni tekið fyrir á hverjum kennsludegi).

Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir

Farið er yfir hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda á vinnustöðum. Vinnuverndarlögin og reglugerðir um vinnuverndarmál eru kynnt. Farið er yfir helstu málaflokka vinnuverndarinnar, s.s. líkamsbeitingu, efni og inniloft, vélar og tæki, umhverfisþætti eins og t.d. hávaða og lýsingu og sálfélagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni. Námskeiðið fer bæði fram í fjarnámi og útsendingu gegnum Google Meet.

Núvitund á gervihnattaöld

Verum viðstödd í eigin lífi! Hraði í samfélaginu er mikill, kröfur nútímans eru miklar og við erum að hugsa um og gera fjölmarga hluti í einu. Við fljótum stundum í gegnum daginn ómeðvituð um okkur sjálf og umhverfi okkar því við erum með hugann við verkefnalistann og allt sem þarf að muna, skipuleggja, gera og græja og allt það sem áður hefur gerst sem hefði mátt betur fara. Hve mikinn þátt erum við að taka í eigin lífi?

Nýtt líf eftir starfslok

Starfslokanámskeið Námskeiðið er hannað til að aðstoða fólk við að undirbúa sig og njóta þeirra breytinga sem verða eftir að það lýkur störfum. Á þessu námskeiði verður fjallað um allar helstu breytingar sem hafa þarf í huga við starfslok á gagnlegan og skýran hátt ss. lífeyrismál, réttindi og skerðingar hjá Tryggingastofnun, séreignasparnað og tómstundir.

Samskipti á vinnustað:

Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi (EKKO) Fyrirlestur fyrir starfsmenn: Í þessum fyrirlestri verður farið yfir skilgreiningar úr reglugerð nr. 1009/2015 á EKKO, ásamt því að fara yfir helstu birtingarmyndir og hvaða afleiðingar EKKO getur haft fyrir einstaklinga og vinnustaði. Áhersla er lögð á ábyrgð og skyldur starfsmanna og stjórnenda. Í lokin er farið yfir hvað felst í jákvæðum samskiptum og hlutverk þeirra í að skapa jákvæðan starfsanda.