Vinnugleði-námskeið
"Hvernig á að elska mánudaga" Sálfræðingar Vinnuverndar kynna þriggja vikna námskeið sem ætlað er starfsmönnum vinnustaða. Námskeiðið miðar að því að veita starfsfólki ýmis verkfæri til að takast á við daglegar áskoranir, í vinnu og einkalífi, að auka starfsánægju og bæta líðan. Námskeiðið samanstendur af 3 kennsludögum, einu sinni í viku í tvo tíma í senn. Fyrirkomulagið er sniðið að þörfum hvers vinnustaðar þar sem valin eru þrjú viðfangsefni sem tekin verða fyrir á námskeiðinu (eitt viðfangsefni tekið fyrir á hverjum kennsludegi).