miðvikudagur, júní 25, 2025
Velkomin á nýtt stafrænt vinnusvæði

Hvað býður vinnusvæðið upp á?
• Gagnvirk sniðmát: Fjöldi sniðmáta sem þú getur sérsniðið að þínum þörfum.
• Dæmi um sniðmát eru:
• Starfsmannahandbók bæði á íslensku og ensku
• Gátlisti fyrir móttöku nýliða
• Sjálfbærnistefnu
• Málstefnu
• Gloppugreiningar
• Auðvelt í notkun: Einfalt og notendavænt viðmót sem gerir þér kleift að búa til og breyta efni á skömmum tíma.
• Fjölbreyttir möguleikar: Birta efnið á vefnum þínum eða öðrum vettvangi sem hentar þér best.
Skjölin sem stjórnendur hafa breytt og vistað á Mínu svæði eru alltaf aðgengileg síðar til að aðlaga eftir þörfum. Einnig er hægt að bjóða öðrum aðgang að skjölunum sem eru á vinnusvæðinu, annað hvort til að vinna í þeim saman eða ef ske kynni að nýr starfsmaður taki við af stjórnanda.
Að lokum er annað hvort hægt að hlaða niður tilbúnu skjali í PDF eða vista slóð að skjalinu sem vefpart á heimasíðu eða á innri vef fyrirtækisins.
Þetta er frábært verkfæri til þess að koma á fót rafrænni starfsmannahandbók sem á að taka stöðugum endurbótum. Það er auðvelt að koma á fót handbók, birta hana á innri vef og aðlaga að breytingum með lítilli fyrirhöfn.
